Já ég gleymdi að ég ætti blogg í smá stund - haha úps. Ég samt fór til Rómar um daginn. Okei ekki alveg um daginn, meira svona fyrir þrem mánuðum. En ég fór til Rómar með Kvennó og þetta var, ef ég veit rétt, í fyrsta sinn sem Kvennó fer til Rómar.
Ferðin var í fimm daga eða frá 16-20. október og við vorum um 28 nemendur sem fóru og tveir kennarar. Við gistum á hóteli og það var aðeins net á tveim stöðum í byggingunni - í herberginu okkur Sóleyjar og setustofunni fyrir neðan herbergið okkar. Það var mega nice - svona áður en maður datt í sleep þá gat maður tékkað á insta.
Flugið tók um 5 tíma og það var endalaust. Við lentum svo loksins og það var 27° C hiti og ég var peysu og gallabuxum - ekki gott combó. Töskurnar vildu aldrei koma og þetta voru mjög erfiðar 40 mín. Þær samt komu og það var gleði stund, okkur var svo skutlað á hótelið og ég hugsaði allan tímann ,,Ég er í Ítalíu!?!?! what?"
Fyrsti dagurinn var bara einn stór göngutúr um borgina sem endaði svo á hræðilegri pizzu - vá hún var vond. Sorry. Við samt fengum að skoða nokkrar búðir og H&M kom illa út því dömudeildin var hræðilega og ég fann bara einn kjól. Slæmt Róm. Samt Brandy Melville bjargaði öllu. Takk Róm.
Á föstudaginn sáum við Forum Romanum og það er alveg kúl ef maður hugsar ,,vá þetta er yfir 2000 ára gamalt" en annars eru þetta bara rosa mikið af steinum. Colosseum var klikkað. Orð geta ekki lýst því. Um kvöldið vissum við svona hvar helstu staðirnir í Róm væru og einhvern veginn enduðum við á 'One euro shot place'. Sá staður var eitthvað annað. Við hættum líka ekki að tala um sá stað alla ferðina. Nei bíddu við erum ennþá að tala um hann.
Laugardagurinn fór allur í Vatíkanið og það er bara klikkaðislega flott og ég mæli svo með því útaf því !Vá!. Ég mæli samt líka með því að fara í desember þegar það er kalt eða ekki vera í gallabuxum og bol því holy vá mér var heitt. Á einum tímapunkti fór ég með hendina mína undir bolinn minn og höndin kom út lekandi af svita. Ekki gott dæmi. Við vorum mjög slök á laugardeginum því föstudags kvöldið fór ekkert mjög vel í menn. Úps.
Næst seinasti dagurinn fóru allir sínar leiðir því við fengum öll verkefni um að skoða eina byggingu og gera svo síðar kynningu um það. Það var skemmtilegur dagur sem fór bara í að skoða bygginguna okkar Sóleyjar sem var Altare Della Patria. Við skoðuðum líka fullt af listasöfnum og nokkrar búðir. Fengum okkur svo Kebab því hungraðar stelpur þurfa að borða. Sunnudagskvöldið fer hinsvegar í sögubækur. Það var seinasta kvöldið og við ákváðum öll að fara saman út að borða. King Kjartan og Auður fengu sér rauðvínsglas og allir voru hæst ánægðir með lífið bara. Ég fékk mér lasagna, svona ef þú vildir vita. Við fórum svo öll á Sloppy Sams - staður ekki langt frá One euro shot place. Frábær staður. Það var gott kvöld, já það var gott kvöld. Jájá, svona allt í lagi kvöld.
Mánudagurinn var lengsti dagur lífs míns. Flugið var um 1 um nóttina og við lögðum ekki af stað fyrr en klukkan 9. Samt uppáhalds sagan mín úr ferðinni gerðist á mánudeginum. Það er semsagt mikill markaður í Róm fyrir svo kölluðum 'Selfie sticks'. Við gerðum mikið grín af þessu öllu. En á mánudeginum sátum við vinkonurnar, ég, Elín, Unnur og Sóley og horfðum á gamlar konur taka selfie með svona selfie stick. Það sem besta var samt að þær létu stöngina svo hátt upp að það sást í okkur. Við þá pósuðum þarna fyrir bakvið þær - hlægjandi af okkur rassgatið. Þær tóku ekki neitt eftir okkur fyrr en á svona mynd 15. Konurnar sáu okkur síðan og hlóu með okkur. Þetta er besta minning mín úr þessari ferð. Yeb - bókað.
Ferðin var full af 'no flex zone', ziddiddu, selfie!, Kebob með versló bois, MVP og þetta er í svo góðu lagi. Það er ekki hægt að lýsa þessari ferð betur - þú eiginlega þurftir bara að koma með en vá hvað mig langar aftur til Rómar, það er grátlegt hvað mig langar mikið aftur til Rómar.